
ÞJÓNUSTA

Vélar og búnaður
fyrir skip og báta
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur hafið sölu á vélum og búnaði frá þekktum og viðurkendum framleiðendum.

Þvottur, viðgerðir og málun í slipp
Skipasmíðastöðin getur tekið upp skip allt að 800 þungatonnum. Við bjóðum upp á allar almennar skipaviðgerðir og getum tekið stór skip inn í stórt skipaskýli allt árið um kring.

Þjónusta við skip
og báta
Fagmenn með sérþekkingu í í hvers kyns skipaviðgerðum og skipatækni eru reiðubúnir til að fara hvert á land sem er til að þjónusta skip og báta.

SAGAN
Skipasmíðastöð Njarðvíkur var stofnuð 14. apríl 1945. Þar fóru í fararbroddi Bjarni Einarsson og Oddbergur Eiríksson. Uppbygging hófst árið 1946 þegar hafist var handa við að byggja 150 tonna dráttarbraut, sjö hliðarstæði og 300 fermetra verkstæði. Þeim framkvæmdum lauk árið 1947 og var fyrsti báturinn tekinn upp í septembermánuði það ár.
Viðgerðir og smíði á trébátum voru aðalviðfangsefni Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur frá byrjun og út allan sjötta áratuginn. Í lok þess áratugar og í upphafi þess sjöunda fjölgaði verkefnum og upptökum báta umtalsvert frá ári til árs. Á sama tíma voru bátar að verða stærri og stærri. Því var ráðist í að byggja nýjan dráttarvagn fyrir brautina sem gat tekið upp báta allt að 250 rúmlestir að stærð. Framkvæmdir hófust í apríl 1962 og lauk um mitt sama ár.
Á sjöunda áratugnum fór tréskipum fækkandi með tilkomu stálskipa í flota landsins. Skipasmíðastöð Njarðvíkur brást við þessum breytingum og byggði nýja og stærri dráttarbraut. Sú gat tekið upp skip allt að 400 smálestir að stærð. Og enn var bætt í árið 1965 þegar ráðist var í smíði 600 tonna dráttarbrautar. Með tilkomu þessarar dráttarbrautar, sem var tilbúin árið
1970, fjölgaði upptökum stærri báta jafnt og þétt allan áttunda áratuginn en brautin gat tekið upp skip sem voru 800 þungatonn og 53 metrar. Samhliða var minni dráttarbrautin í notkun þó það drægi úr henni. Þegar best lét á áttunda áratugnum voru teknir upp rúmlega 150 bátar á ári.
Níundi áratugurinn reyndist íslenskri skipasmíði þungur og um tíma var útlit fyrir að iðngreinin mynda hverfa úr landinu. Skipasmíðastöð Njarðvíkur fór ekki varhluta af þessari þróun og útlitið var dökkt. Þá var ákveðið að snúa vörn í sókn og um miðjan áratuginn var tekin ákvörðun um frekari framkvæmdir, byggingu skipaskýlis og stækkun á athafnasvæði. Framkvæmdir hófust árið 1997 en þá var athafnasvæði stöðvarinnar stækkað út í sjó til suðurs um tæplega 10.000 fermetra og í október sama ár hófust framkvæmdir við undirstöður skipaskýlisins. Skýlið, sem er 70 metrar að lengd, um 30 metrar á hæð og á 2.100 fermetra grunnfleti, var formlega tekið í notkun 13. nóvember 1998 en hafði verið í notkun frá 9. september. Stækkun svæðisins og tilkoma skýlisins varð til þess að verkefni dreifðust betur yfir árið og tímanýting varð betri. Það laðaði að fleiri verkefni og fleiri viðskiptavini. Í dag er athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur u.þ.b. 30.000 fermetrar. Frá aldamótum hefur starfsemi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur nær eingöngu snúist um viðgerðir og viðhald skipa.
Um áramótin 2021-2022 samdi Skipasmíðastöð Njarðvíkur við Stakkavík í Grindavík um smíði á 30 brúttótonna stálbát útbúnum til línuveiða sem smíðaður var í samstarfi við Tyrkneska skipasmíðastöð, og var báturinn afhentur á fyrri hluta árs 2025.
Í byrjun sumars 2025 var stofnuð innkaupa- og söludeild undir nafninu SKN parts. Þessi nýja deild kemur til með að sjá um innkaup á varahlutum fyrir stöðina, þ.e. viðhaldshlutum fyrir viðskiptavini Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Einnig verður byggður upp lager algengra smærri viðhaldshluta, t.d. staðlaðra stærða af stefnislegum og öxulþéttum, ZF stjórntækja, stjórnhandfanga og ýmislegs fleira. Einnig verður boðið upp á sérpantanir á stærri hlutum, t.a.m. rafölum, skipsskrúfum, skipakrönum, ýmiss konar hjálparspilum, gírum og ljósavélum. Þá höfum við aukið við þjónustu okkar þegar kemur að vökvakerfum og komum til með að hafa Danfoss vökvabúnað á lager.
Í framtíðinni stefnir Skipasmíðastöð Njarðvíkur á að efla starfsemina enn frekar og á síðasta ári (2024) var samþykkt nýtt aðal- og deiliskipulag fyrir svæðið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Samkvæmt því skipulagi er Skipasmíðastöð Njarðvíkur heimilt að byggja 110 metra langa yfirbyggða þurrkví þar sem hægt verður að taka öll stærstu fiskiskip.
Í dag eru fastir starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur 30-35 talsins ásamt nokkrum fjölda undirverktaka sem sumir hverjir eru hér mestan hluta ársins, og er því samanlagður fjöldi þeirra sem vinna á svæðinu nokkuð meiri eða u.þ.b. 40-50 manns. Því til viðbótar erum við í samstarfi við mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins á sviði þjónustu við sjávarútveg
1945
80+
10+
150+
Stofnár
ár af þekkingu og reynslu
Byggð skip
Ánægðir viðskiptavinir
LYKIL STARFSFÓLK
UPPLÝSINGAR
Fyrirspurn
Fyrir frekari upplýsingar hringið í: (+354) 420 4800
eða fyllið út formið: